22/12/2024

Karókíkeppnin hefst í kvöld

Fyrra kvöld karókíkeppni Café Riis er í kvöld og hefst klukkan 21:00 en þá stíga 15 söngvarar fram á sviðið og láta ljós sitt skína. Æfingar hafa staðið yfir í vikunni og það stefnir í mikla keppni en það er óhætt að segja að söngvararnir hafa tekið miklum framförum við æfingarnar. Aðgangseyrir á keppnina er kr. 1.000 og aldurstakmark er 18 ára. Í dag klukkan 16:00 er nemendum Grunnskólannna boðið að vera viðstaddir rennsli, en þá verður lokaæfing. Café Riis verður með opið fyrir pizzur kl. 18:00 – 20:00. Sigurður M. Þorvaldsson verður kynnir kvöldsins og 5 manna dómnefnd ákveður hvaða 8 söngvarar komast í úrslitakeppnina. Hér að neðan er hægt að fræðast um söngvarana og lögin sem þeir ætla að flytja.

Flytjandi Fyrirtæki Lag
Ásdís Jónsdóttir Strandagaldur Crazy Patsy Cline
Ásdís Leifsdóttir Skrifstofa Hólmavíkurhrepps Heartache Tonight Eagles
Hafdís Gunnarsdóttir Hólmadrangur Ég veit þú kemur Ási í Bæ
Halldór Jónsson Kaupfélag Steingrímsfjarðar Láttu mig vera 200.000 naglbítar
Hlíf Hrólfsdóttir Leikskólinn   Lækjarbrekka Will You Still Love Me The Shirelles
Hjörtur Númason Hólmadrangur Nína og Geiri Brimkló
Jón Halldórsson Sparisjóður Strandamanna Viltu koma Jón Halldórsson
Júlíana Ágústsdóttir Heilbrigðisstofnunin á Hólmavík Rivers Of Babylon Boney M
Lára G. Agnarsdóttir Grunnskólinn Hólmavík Reyndu aftur Magnús Eiríksson
Rúna Stína Ásgrímsdóttir Heilbrigðisstofnunin á Hólmavík Bye Bye Love Everly Brothers
Salbjörg Engilbertsdóttir Skrifstofa Hólmavíkurhrepps Fame Irene Cara
Sigurður Atlason Strandagaldur Hello Lionel Richie
Sigurður Á. Vilhjálmsson Gámaþjónusta Hólmavíkur Dag sem dimma nótt Í svörtum fötum
Sigurrós Þórðardóttir Leikskólinn   Lækjarbrekka Ástarsæla Hljómar
Stefán Jónsson Áhaldahús Hólmavíkurhrepps Mustang Sally The Commitments