04/10/2024

Kosið um sameiningu Bæjarhrepps og Húnaþings vestra

Kosningar um sameiningu sveitarfélaganna Bæjarhrepps og Húnaþings vestra fara fram í dag, laugardaginn 3. desember. Kjörstaðir eru á Hvammstanga og á Borðeyri. Sameining sveitarfélaganna tveggja hefur verið til umfjöllunar undanfarin misseri. Í Húnaþingi vestra eru liðlega 1.100 íbúar en 100 manns búa í Bæjarhreppi. Haldnir hafa verið fundir með íbúum beggja sveitarfélaganna til að fjalla um fyrirhugaða sameiningu.

Einnig liggur fyrir skýrsla KPMG þar sem fjallað er um áhrif sameiningar:

Skýrsla um sameiningu Bæjarhrepps og Húnaþings vestra.