Categories
Frétt

Jörundur sýndur tvisvar um helgina

Söngleikurinn Þið munið hann Jörund sem Leikfélag Hólmavíkur setti upp í vetur verður sýndur tvisvar sinnum um komandi helgi. Sýnt verður bæði laugardag og sunnudag í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefjast báðar sýningar kl. 20:30. Einnig verður leikritið sýnt 28. apríl á Hólmavík og eru þetta lokasýningar að sinni. Ekki verður farið með leikritið í fleiri leikferðalög og Jörundur verður hvorki sýndur á Drangsnesi eða í Árneshreppi vegna umfangs leikritsins.