Categories
Frétt

Listi Íslandshreyfingar kynntur

Tilkynnt hefur verið um fimm efstu menn á lista Íslandshreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þar er Pálína Vagnsdóttir í Bolungarvík í efsta sætinu. Í öðru sæti listans er Sigurður Valur Sigurðsson ferðamálafræðingur frá Akranesi og í þriðja sæti er Sólborg Alda Pétursdóttir kennari úr Skagafirði. Í fjórða sæti er Guttormur Hrafn Stefánsson bóndi í Skagafirði og í fimmta sæti er Kristján S. Pétursson nemi frá Ísafirði. Listinn í heild sinni hefur ekki verið kynntur enn.