23/12/2024

Jólatré og Litlu-jól

Jólaljósin á HólmavíkVið minnum Hólmvíkinga og nærsveitunga á að tendrað verður á jólatré við Grunnskólann á Hólmavík í dag, fimmtudaginn 16. desember, kl. 16.30. Sungin verða jólalög og haft uppi glens og gaman. Allir velkomnir og skóla- og leikskólabörn eru hvött sérstaklega til að mæta.

Á morgun föstudag verða síðan Litlu-jólin hjá börnum Grunnskólans á Hólmavík haldin í Félagsheimilinu kl. 13:30. Þar eru einnig allir velkomnir til að fylgjast með atriðum og ganga síðan í kringum jólatré með börnunum.

holmavik/350-hafnarbraut.jpg