22/12/2024

Jólamarkaður í Króksfjarðarnesi

Jólamarkaður verður haldinn í Króksfjarðarnesi um helgina, kl. 12-17 bæði laugardag og sunnudag. Á laugardag mun Harmonikkufélagið Nikolina koma og spila nokkur lög kl. 15 og á sunnudeginum mætir Helga Möller og syngur um kl. 12:30. Sama dag kl. 14 koma mæðgurnar frá Mýrartungu með bókarkynningu, söng og fleira. Kvenfélagið Katla er með kaffi og kökur til sölu og fleiri félög selja varning.