22/12/2024

Jólahlaðborð í Hrútakaffi

Þann 1. desember verður jólahlaðborð í Hrútakaffi á Borðeyri (gamla kaupfélagshúsinu). Þar verður fullt af góðgæti á borðum, s.s. tvennslags hangikjöt, annað lambakjöt og svo auðvitað reykt svínakjöt, graflax og fleira og fleira. Með borðhaldinu verður spiluð falleg jólatónlist, en eftir matinn verður svo lifandi tónlist með gríðar fjöri. Húsið opnar kl. 18:30. Verð á jólahlaðborðið er 4.500.- á mann, en fyrir 6-12 ára kostar 2.500.- og frítt fyrir yngri en 6 ára. Panta verður á jólahlaðborðið í síma 843-0658 eða 453-8358 (Sigrún) eftir klukkan 18:00, í síðasta lagi miðvikudaginn 28. nóvember.

Hrútakaffi

ferdathjonusta/580-hrutakaffi1.jpg

Það verður jólalegt í Hrútakaffi á hlaðborðinu.