15/04/2024

Jólahlaðborð Café Riis verður um helgina

Café RiisHið árlega jólahlaðborð Café Riis á Hólmavík verður um helgina á föstudags- og laugardagskvöld. Að sögn Báru Karlsdóttur veitingastjóra Café Riis hefjast herlegheitin klukkan átta. Húsið opnar þó klukkan sjö og fólk getur fengið sér fordrykki og slakað á fyrir kvöldið. Bjarni Ómar Haraldsson leikur svo fyrir opnum dansi bæði kvöldin fram á nótt. Enn er hægt að panta borð bæði kvöldin í síma 451 3567.