26/12/2024

Jólaföndur á Hólmavík

IMG_8605

Það var margt um manninn á jólaföndri á Hólmavík sem foreldrafélag Grunnskólans stóð fyrir í dag. Þar áttu börn og fullorðnir góðan dag saman og föndruðu sem mest þeir máttu fyrir jólin, máluðu jólasveina og snjókarla, gerðu jólakransa og margt margt fleira. Jólasveinn sem er býsna snemma á ferðinni mætti á svæðið og spjallaði við börnin og gáfu þeim mandarínu. Danmerkurfarar í 8.-9. bekk Grunnskólans seldu kakó og piparkökur í fjáröflunarskyni fyrir ferðalag til Danmerkur næsta haust.

IMG_8624 IMG_8632 IMG_8650

Jólaföndur á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson