07/10/2024

Þrjár nýjar tölur í heimabingóinu

645-helgi4

Þrjár nýjar tölur voru dregnar í heimabingói Sauðfjárseturs á Ströndum í dag og nú fer væntanlega að hitna í kolunum og þeim tölum að fækka sem draga þarf til að einhver fái bingó. Bingótölur dagsins eru: I-22, N-34 og N-42. Sá sem fær bingó þarf að hafa samband við Ester bingóstjóra í s. 823-3324 fyrir hádegi næsta dag, til að tilkynna um vinninginn. Næstu tölur verða birtar hér á vefnum, á Facebook-síðu Sauðfjársetursins milli kl. tólf og tvö á morgun föstudag.