Categories
Frétt

Jólafjör í Grunnskólanum á Hólmavík

Það var mikið um að vera síðustu dagana fyrir jól í Grunnskólanum á Hólmavík. Menn voru ýmist að föndra og spila þegar tíðindamenn strandir.saudfjarsetur.is smelltu þar af myndum þar. Myndatökumenn urðu ekki varir við nein mótmæli eða óeirðir, en urðu þó að lofa því hátíðlega að birta ekki myndirnar fyrr en eftir jólin því sumir voru að föndra jólagjafir sem væri verra að allur heimurinn gæti skoðað á fréttavefnum. Á myndinni hér til hliðar er Andri Már Bjarkason með eina gjöfina.

1

Þórir Örn Jóhannsson föndrar og Sigfús Snævar Jónsson horfir á.

bottom

Rúna Stína Ásgrímsdóttir mætti á bókasafnið og las Þegar Trölli stal jólunum fyrir yngstu bekkina í skólanum og Völu Friðriksdóttir kennara þeirra.

frettamyndir/2008/567-jolafondur1.jpg

Brynja Karen Daníelsdóttir límir saman kertastjaka úr sykurmolum.

frettamyndir/2008/567-jolafondur9.jpg

Guðbjartur Þór Elíasson saumar jólasvein.

frettamyndir/2008/435-jolafondur1.jpg

Arna Margrét Ólafsdóttir og Emil Sigurbjörnsson búa til piparkökubox.

frettamyndir/2008/567-jolafondur4.jpg

Nemendur í 6. og 7. bekk – Guðmundur Ari Magnússon sýnir jólaskrautið, Theodór Þórólfsson og Fannar Freyr Snorrason horfa íbyggnir á.

frettamyndir/2008/567-jolafondur5.jpg

Halldór Viðar Torfason, Gunnur Arndís Halldórsdóttir og Ásdís Jónsdóttir flokka jólakortin fyrir skólafélaga sína.

frettamyndir/2008/567-jolafondur7.jpg

Gunnar Már Jóhannsson, Símon Ingi Alfreðsson, Þórir Örn Jóhannsson og Róbert Fannar Magnússon spila Monopoly eins og þeir hafi aldrei heyrt um kreppuna.

frettamyndir/2008/567-jolafondur8.jpg

Branddís Ösp Ragnarsdóttir, Kristín Lilja Sverrisdóttir og Eyrún Björt Halldórsdóttir eru að búa til jólakrans.

Almar Daði Björnsson og Guðfinnur Ragnar Jóhannsson glaðbeittir með jólakransana.

– ljósm. Ásta Þórisdóttir og Jón Jónsson