22/12/2024

J listi sigraði kosningarnar í Hólmavíkur- Broddaneshreppi

J listi félagshyggjufólks hafði betur í sveitarstjórnar-kosningum í nýju sameinuðu sveitarfélagi Hólmavíkur- og Broddaneshreppa. Atkvæði féllu þannig að J listi fékk 190 atkvæði og H listi 102 atkvæði. Fimm atkvæðaseðlar voru auðir. 297 atkvæði voru greidd í kosningunum, samkvæmt tölum sem kjörstjórn gaf upp rétt í þessu. Það munar því aðeins 5 atkvæða sveiflu milli flokkanna að fjórði maður J lista næði inn í sveitarstjórn í stað annars manns H lista.