05/12/2024

Auglýst eftir sýslumanni

Sýslumannsembættið á Hólmavík hefur verið auglýst laust, en eins og kunnugt er var Kristín Völundardóttir sýslumaður Strandamanna á dögunum skipuð sýslumaður á Ísafirði til fimm ára. Umsóknir eiga að berast Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í síðasta lagi 28. desember næstkomandi, en dómsmálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. janúar 2007.