26/12/2024

Íþróttahátíð á miðvikudag

1. bekkur í fyrraMiðvikudaginn 13. febrúar verður árleg Íþróttahátíð nemenda í Grunnskólanum á Hólmavík haldin í Íþróttamiðstöðinni. Á Íþróttahátíðinni sýna nemendur listir sínar og keppa við foreldra sína í margvíslegum íþróttum og leikjum og er stefnan að fullorðnir og börn skemmti sér saman. Allir eru velkomnir á hátíðina sem hefst kl 18:00.