07/10/2024

Íþróttahátíð á Hólmavík

Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík verður mánudaginn 16. janúar klukkan 18:00 – 20:00 í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Þar bregða nemendur á leik í ýmsum íþróttum og bjóða foreldrum að taka þátt. Upplýst verður um niðurstöðu í vali Íþróttamanns Strandabyggðar 2016 og Félagsmiðstöðin OZON selur samlokur og safa til styrktar starfseminni. Umsjón með hátíðinni hefur Valgeir Guðmundsson.