10/12/2024

Óskilamunir af ýmsu tagi

Mikið fjör var á þorrablóti í félagsheimilinu á Hólmavík í gær og skemmtunin vel heppnuð. Þorranefndin vill koma því á framfæri að mikið magn af óskilamunum sé í húsinu eftir skrallið. Húsverðir verða í félagsheimilinu að minnsta kosti fram til 16:00 í dag, þannig að færi gefst á að sækja það sem menn sakna og gleymdu við brottför í gærkvöld. Meðal annars séu þarna ýmiskonar símtæki, skór, tennur, töskur, sjöl, kápur og jakkar og margvíslegur annar fatnaður, höfuðföt og munir.