19/04/2024

Íþróttadagur á leikskólanum

Börnin á leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík gera sér margt til gamans. Eitt af því er svokallaður íþróttadagur, en annan hvern föstudag fara börnin og starfsmenn með skólabílnum upp í íþróttamiðstöð og hreyfa sig þar í skemmtilegum leikjum og þrautum. Síðastliðinn föstudag var hins vegar leiðindaveður og því var ákveðið að halda frekar til í leikskólanum og halda íþróttadaginn þar. Sett var upp þrautabraut í Tröllakoti, sem er eldri deild leikskólans. Eins og sjá má á myndunum mældist þessi nýbreytni vel fyrir hjá börnunum sem vilja samt örugglega fara aftur í íþróttamiðstöðina næsta íþróttadag, þ.e. ef veðrið verður ekki of vont. 

Börnin að leik

holmavik/leikskolinn/400-itrotta1.jpg

holmavik/leikskolinn/400-itrotta3.jpg

holmavik/leikskolinn/400-itrotta5.jpg

Ljósm. Kolbrún Þorsteinsdóttir