22/12/2024

Ingibjörg, Agnes og Salbjörg í stjórn Leikfélags Hólmavíkur


Á aðalfundi Leikfélags Hólmavíkur sem haldinn var á sunnudag sem var ljómandi vel sóttur var kosin ný stjórn. Stjórn félagsins skipa nú Ingibjörg Emilsdóttir, Agnes Jónsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir, en Kristín S. Einarsdóttir formaður og Ingibjörg Sigurðardóttir gáfu ekki kost á sér áfram. Varamenn eru Einar Indriðason og Svanhildur Jónsdóttir. Fyrirhugað er að setja upp stórt leikrit í vetur, en hvað það verður veit nú enginn, enda er vandi um slíkt að spá. Á síðasta vetri voru sett upp verkin Gott kvöld og Með allt á hreinu.