16/10/2024

Eldri borgarar á ferð og flugi

Hópur eldri borgara úr Strandasýslu fór í sumarferðalag dagana 26.-28. júní síðastliðinn, en slík ferðalög hafa verið fastir liðir undanfarin ár. Í þetta sinn varð Vestfjarðahringurinn fyrir valinu. Komið var við víða, m.a. á hinum ægifagra Rauðasandi, hinu hrikalega Látrabjargi og á fleiri stöðum. Gist var á Patreksfirði og Núpi í Dýrafirði. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og veðurguðirnir léku við eldri borgarana eins og þeim einum er lagið. Tæplega 50 manns tóku þátt í ferðalaginu. Hér gefur að líta nokkrar myndir úr ferðalaginu:

Hópmynd af ferðalöngum

atburdir/2006/580-eldriborg-ferd2.jpg

atburdir/2006/350-eldriborg_ferd.jpg

Ljósm. Tryggvi Ólafsson