22/12/2024

Idolæði hjá unga fólkinu

Fannar með skiltið góðaEins og flestir Strandamenn vita þá er Hólmvíkingurinn Aðalheiður Ólafsdóttir að keppa í Idolinu í kvöld í fjögurra manna úrslitum. Krakkarnir í 2. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík halda að sjálfsögðu allir með Heiðu og ætla að fylgjast spenntir með heima í stofu og í Bragganum í kvöld. Einn nemandi í bekknum, Fannar Freyr Snorrason, er svo heppinn að fá að fara í Smáralindina í kvöld og af því tilefni bjuggu krakkarnir til stórt skilti, Heiðu til stuðnings, sem Fannar Freyr á að bera í Smáralindinni í kvöld. Hildur Guðjónsdóttir umsjónarkennari 2. bekkjar tók nokkrar myndir af krökkunum í dag.

Þess má geta að alltaf er hægt að finna nýjar fréttir og myndir af nemendum í 2. bekk Grunnskólans á Hólmavík á þessari síðu hér.

Fannar Freyr Snorrason með skiltið sem fer í Smáralind.

Brynja Karen Daníelsdóttir styður Heiðu.

Margrét Vera Mánadóttir með sitt hvatningarspjald.

Theodór Þórólfsson er með allt á hreinu varðandi sinn uppáhaldskeppanda.

Guðmundur Ari Magnússon hvetur Heiðu til dáða.

Oddur Kári Ómarsson sýnir sitt spjald sem hann notar örugglega óspart í kvöld..

Ljósm. – Hildur Guðjónsdóttir