05/11/2024

Sauðfjársamningur kynntur í Hrútafirði

Fjórir kynningarfundir vegna nýs sauðfjársamnings verða haldnir í dag og á morgun þar sem frummælendur verða Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Jóhannes Sigfússon formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Fundirnir eru haldnir í Suður-Þingeyjarsýslu, Skagafirði, Hrútafirði og á Hvolsvelli. Fundurinn í Hrútafirði er haldin að Staðarflöt á morgun, þriðjudaginn 30. janúar, kl. 13:00.