22/12/2024

Idol þáttur í kvöld

Á föstudaginn eftir viku hefjast 10 manna úrslit í Idol-stjörnuleit og verða þau haldin í Vetrargarðinum í Smáralind. Sýnt verður frá keppninni í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 og áhorfendur velja hverjir komast áfram hverju sinni. Aðalheiður Ólafsdóttir frá Hólmavík verður þar í eldlínunni, en hún komst glæsilega áfram í 10 manna úrslitin. Í kvöld er hins vegar Idol-þáttur með samantekt þar sem sagt er frá atburðum síðustu vikna.


Aðalheiður eða Heiða eins og hún er yfirleitt kölluð hefur sungið með hljómsveitunum URL og Bikkebane síðustu árin og hefur líka gefið út lög á safndiskum. Hún er 23 ára og hefur sungið frá unga aldri, m.a. tekið þátt í uppsetningum á söngleikjum í framhaldsskóla og að sjálfsögðu með Leikfélagi Hólmavíkur.