15/01/2025

Íbúafundur um hitaveitu á Hólmavík

580-heitavatn2
Miðvikudaginn 3. febrúar verður blásið til íbúafundar í Félagsheimilinu á Hólmavík sem ber yfirskriftina Vangaveltur um hitaveitu á Hólmavík. Strandabyggð stendur fyrir fundinum, en María Maack verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og Haukur Jóhannesson jarðfræðingur verða með kynningar. María Maack gerir grein fyrir lögum um hitaveitur og tekur fyrir dæmi um nýlegar hitaveitur á landinu, hvaða vinnu og tíma þarf til undirbúnings fyrir lagningu hitaveitu. Haukur segir frá jarðvarma í Strandabyggð, þeim valkostum sem kemur til greina til að nýta ef leggja á hitaveitu til Hólmavíkur og fyrri kostnaðarathuganir tengdar málinu. Síðan verður opnað fyrir umræður og fyrirspurnir. Fundurinn hefst kl. 19:30 og eru allir hjartanlega velkomnir. Áætlað er að fundurinn standi í tvo tíma.

Meðfylgjandi mynd tók Árni Þór Baldursson í Odda af Hauki Jóhannessyni og Steinunni Hauksdóttur starfsmönnum Íslenskra orkurannsókna að kortleggja heitar uppsprettur á Ströndum árið 2006.