23/12/2024

Hvort viltu heldur að tígrisdýr éti þig eða ljón?

Fimmtudagskvöldið 28. júní fer fram barþraut eða PubQuiz á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík. Þar glíma gestir sig í tveggja manna liðum við hinar fjölbreytilegustu spurningar um allt milli himins og jarðar, léttar og þungar. Það eru Jón Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir á Kirkjubóli sem semja spurningarnar og spyrja þeirra að þessu sinni. Gleðskapurinn hefst kl. 21:00 og eru menn hvattir til að mæta á svæðið og hita upp fyrir Hamingjudaga, með því að taka þátt í þessum skemmtilega leik.