28/05/2024

Hverju hefur verið breytt?

Kvennakórinn NorðurljósKvennakórinn Norðurljós er skipaður söngdúfum hér og þar af Ströndum og hefur starfað um árabil. Kórinn hefur haldið tónleika víða og er ávallt með afar skemmtilega dagskrá í gangi. Síðasta haust fór kórinn í vinabæjarheimsókn til Danmerkur og heillaði Årslevbúa með söng sínum. Þessi mynd er aftur tekin á Café Riis á Hólmavík síðasta sumar þar sem kórinn hélt skemmtilega og fjöruga tónleika fyrir gesti og gangandi, og við spyrjum: Hvaða þremur atriðum hefur verið breytt á neðri myndinni hér að neðan?

Lausnin birtist að venju næsta sunnudag hér á strandir.saudfjarsetur.is.

.

.