23/04/2024

Hundar á Hólmavík í hreinsun

ÁhaldahúsiðÍ fréttatilkynningu frá skrifstofu Strandabyggðar kemur fram að Hjalti Viðarsson dýralæknir í Búðardal verður á Hólmavík á morgun miðvikudaginn 10. desember. Þá fer fram hundahreinsun í Áhaldahúsi sveitarfélagsins eftir kl. 16.00 og eru hundaeigendur á Hólmavík beðnir um að mæta þangað með hunda sína. Ef annarar þjónustu er óskað, má hafa samband í síma 866-6528 og 434-1122.