22/12/2024

Húmor á Hólmavík – Húmorsþing Þjóðfræðistofu

Það verður húmor á Café RiisÞjóðfræðistofa, í samstarfi við Háskóla Íslands, stendur fyrir skemmtun og málþingi 15. nóvember um húmor sem fræðilegt og þjóðfélagslegt viðfangsefni. Á málþinginu, sem haldið verður á Hólmavík, munu bæði innlendir sem erlendir fræðimenn og gamanleikarar stíga á stokk. Varpað verður ljósi á nýjustu rannsóknir á húmor og hlutverk þess t.d. í munnlegri hefð, fjölmiðlum, söfnum og í samskiptum fólks af ólíku þjóðerni. Fram koma meðal annarra Þorsteinn Guðmundsson gamanleikari og rithöfundur og Elliott Oring prófessor við Kaliforníuháskóla. Rætt verður um hin ýmsu form húmors, svo sem brandara, uppistand, satírur og kaldhæðni ásamt margvíslegri iðkun þeirra í daglegu lífi. Það eru allir velkomnir að fylgjast með og taka þátt.

Þá verður boðið til skemmtunar á Café Riis en á boðstólnum verða m.a.
gamanmál, glens, skens og hvers kyns fyndni. Auk þess verður efnt til
brandarakeppni. Að gamanmálum loknum mun dansinn duna í Pakkúsi Café
Riis. Heimasíða Þjóðfræðistofu er á slóðinni www.icef.is