16/06/2024

Hreppaflutningar á Hólmavík í dag

Skrifstofa Strandabyggðar flutti sig milli húsa á Hólmavík í dag, en fyrir viku var samþykkt í sveitarstjórn tillaga um flutning á skrifstofunni að Höfðagötu 3 sem einnig hýsir Þróunarsetrið á Hólmavík. Flutningurinn á rætur í tillögum íbúa Strandabyggðar í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar, þar sem fram komu ýmsar hugmyndir um að nýta húsnæðið sem flutt er úr á Hafnarbraut 19 fyrir íbúð eins og áður var. Með þeim hætti gæti sveitarfélagið komið til móts við brýna húsnæðisþörf á Hólmavík, sparað fjármuni og aukið leigutekjur.

Skrifstofa Strandabyggðar er nú á annarri hæð hússins og er til að byrja með gengið inn um sama inngang og í Þróunarsetrið. Framundan eru úrbætur á 1. hæð hússins á árinu, sem m.a. munu bæta aðgengi fatlaðra að stjórnsýslunni verulega. Stefnt er að því að húsnæðið á Hafnarbraut 19 verði tilbúið til útleigu fyrir 1. febrúar. Vonast er til að flutningarnir valdi sem minnstri röskun á þjónustu Strandabyggðar, en viðbúið er að hún verði einhver.

0

bottom

Unnið að því að pakka niður á Hafnarbraut 19

frettamyndir/2011/640-flutn7.jpg

frettamyndir/2011/640-flutn8.jpg

Flutningarnir á fullri ferð

frettamyndir/2011/640-flutn1.jpg

Jónas Gylfason hóf störf á nýjum stað strax í morgun, hann var fljótastur að pakka niður og fyrstur að koma sér fyrir.

frettamyndir/2011/640-flutn3.jpg

Grundarbræður, Vignir og Ómar,  vinna að því að standsetja íbúðina á Hafnarbrautinni.

Hreppaflutningar á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson