26/04/2024

Hreinsun hjá Höfða

Menn eru misjafnlega stórtækir í áramótatiltektinni, en Höfðamenn hafa unnið hörðum höndum að því í húsnæði sínu í gömlu beinamjölsverksmiðjunni að rýma til fyrir nútímanum. Eins og sjá má er verið að hreinsa þar út og skapa heilmikið pláss sem ætlunin er síðan að innrétta. Þetta er geysimikið verk, ekki síst af því að í verksmiðjuhúsinu er fullt af allskyns dóti í geymslu. Brjóta þarf upp steingólf og þarna inni var líka risastór bræðsluofn úr steypu og hlöðnum múrsteini, sem hefur lokið hlutverki sínu fyrir löngu, en í honum var framleitt fiskimjöl á sínum tíma.

Sýnilegt er að einhvern tíma hafa unglingar staðarins haft bækistöð í bræðsluofninum og innan í hann voru rituð nöfn á hinum ýmsu hljómsveitum svo sem Metallica, Led Zeppelin o.fl.

Ásdís Jónsdóttir fréttaritari tók myndir af framkvæmdum þessum og voru karlarnir eldhressir að vinna þegar hana bar að garði.

frettamyndir/2006/580-hofdi.jpg

bottom

1

Ljósm. Ásdís Jónsdóttir