16/04/2024

Gamlársbrenna á Skeljavíkurgrundum

Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík sér um gamlársbrennu í grennd við Skeljavíkurrétt á gamlársdag kl. 18:00 og að venju verður vegleg flugeldasýning í boði Björgunarsveitarinnar á eftir. Safnað hefur verið í brennu undanfarna daga, en meginuppistaðan eru timburbretti. Fólki sem mætir á brennuna er bent á að skilja bíla sína eftir við réttina, þar sem jarðvegur í grennd við brennustæðið er blautur og hætt við skemmdum af umferð ökutækja.