23/12/2024

Hólmvískir hamingjutónar

Menningarmálanefnd Hólmavíkurhrepps óskar eftir hólmvískum tónlistarmönnum til að skemmta á Hamingjudögum á Hólmavík í sumar. Ætlunin er að efna til samkomu sem fengið hefur nafnið Hólmvískir hamingjutónar laugardagskvöldið 1. júlí frá klukkan 20:00-22:00. Æskilegt er að tónlistin sem flutt er á samkomunni sé samin af Strandamönnum, annað hvort lag eða texti. Þetta er einstakt tækifæri til að koma hólmvískri tónlist á framfæri bæði fyrir trúbadora, kóra, dúetta, tríó, kvartetta, kvintetta o.s.frv.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort samkoman fari fram innandyra eða utan þar sem veðrið mun að leyti nokkru ráða för í þeim efnum.

Áhugasamir hafi samband við Bjarna Ómar Haraldsson í síma 892-4666 eða hamingjudagar@holmavik.is. Einnig eru félagasamtök, einstaklingar og þjónustuaðilar sem vilja selja vöru eða kynna þjónustu á hátíðinni hvattir til að hafa samband og gera grein fyrir áhuga sínum og hugmyndum. Vefur hátíðarinnar er á slóðinni www.hamingjudagar.is.