29/05/2024

Allir vegir færir

Sumarvegirnir þrír milli Strandabyggðar og Reykhólahrepps hafa nú verið opnaðir, en Tröllatunguheiði var opnuð fyrir umferð í morgun. Áður höfðu Þorskafjarðarheiði og Steinadalsheiði verið opnaðar. Merki eru á vef Vegagerðarinnar um að vegirnir um Tröllatunguheiði og Steinadalsheiði séu færir fjórhjóladrifsbílum og það merki er reyndar alltaf haft við þá síðarnefndu. Hana má þó auðveldlega fara á minni bílum, ef bílstjórinn er vandanum vaxinn.