Categories
Frétt

Hólkar leysa brú af hólmi

Vegagerðin á Hólmavík er nú að skipta út gamalli trébrú á Strandavegi yfir Búðará í Kúvíkurdal í Árneshreppi. Í staðinn eru settir hólkar. Áin er oft vatnsmikil í leysingum og hólkarnir taka mið af því og geta tekið við miklu vatnsmagni. Einnig er Vegagerðin byrjuð að hreinsa úr vegræsum, en myndirnar tala sínu máli. Þetta kemur fram á fréttavefnum www.litlihjalli.it.is.

Ljósm. Jón G. Guðjónsson