22/12/2024

Hlutfallslega mest fjölgun gistinátta á Vestfjörðum á síðasta ári

Hótel Laugarhóll í Bjarnarfirði
Gistinóttum árið 2008 fjölgaði í flestum landshlutum árið 2008. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Hagstofunnar þar sem rýnt er í gistináttatölur í ferðaþjónustu á Íslandi. Aukningin var langmest á Vestfjörðum eða 16,4%. Aðrir landshlutar voru með fækkun um tæp 3% upp í aukningu um tæp 8%. Gistinóttum hlutfallslega mest milli ára á Vestfjörðum eða um 11,8%. Hlutallslega meiri aukning var í gistinóttum á hótelum og gistiheimilum á Vestfjörðum en fækkun var um að ræða í gistinóttum á tjaldsvæðum sem nam 2% á milli ára. Þetta kemur fram í gistináttaskýrslu sem Hagstofan gaf út í dag. Skýrsluna er hægt að nálgast í heild með því að smella hér.