13/12/2024

Prófkjör í hádeginu og pizzur í kvöld

Nú í hádeginu verður haldinn kynningarfundur á frambjóðendum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi á Café Riis í Hólmavík. Allir eru velkomnir og í fréttatilkynningu er Strandafólk hvatt til að koma og kynna sér frambjóðendur og málefni Samfylkingarinnar. Jafnframt kemur fram að í kvöld verða pizzur á boðstólum á Café Riis og er hægt að panta og sækja á milli 18-20.