13/09/2024

Hljóðbókadagar á héraðsbókasafninu

Næstu tvær vikur er sérstök kynning á hljóðbókum í Héraðsbókasafninu á Hólmavík, en 60-70 slíkar bækur eru lánaðar út. Í tilefni af þessum dögum barst safninu góð gjöf í gær, þar sem voru 10 hljóðbækur fyrir börn og fullorðna sem Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir kennari við Grunnskólann á Hólmavík gaf. Safnið tekur fegins hendi við öllum bókagjöfum. Nú stendur yfir skráning á safninu í Gegni sem er landskerfi bókasafna og aðgengilegt á vefnum á slóðinni www.gegnir.is. Búið er að skrá allan fræðibókakostinn, brandarabækur, bókmenntafræði, ljóð og leikrit. Eftir er að skrá barnabækur, skáldsögur og ævisögur. Bókasafnið er opið á fimmtudagskvöldum milli 20:00-21:00 og alla skóladaga á milli 8:40-12:00.