23/12/2024

Himbrimar á Hólmavík

Síðustu daga hefur himbrimapar verið á svamli í höfninni og meðfram landi á Hólmavík. Himbrimi er vatnafugl af brúsaætt (eins og lómur) og verpir við tjörn og vötn með silungi. Síðustu ár hefur til dæmis verið hreiður við Þiðriksvallavatn. Á veturna dvelur hann við strendur, en himbrimi er að nokkru leyti farfugl og hefur m.a. vetursetu við Bretlandseyjar. Himbrimi er góður sundfugl, en getur ekki gengið og kemur bara á land til að verpa. Skríður þá að og frá hreiðrinu á magnum. Ísland er eini varpstaður himbrima í Evrópu, en hann er algengur í Grænlandi og á meginlandi N.-Ameríku. Um 300 pör eru hér á landi.

Himbrimi

natturumyndir/580-himbrimi.jpg

Himbrimar í höfninni á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson