16/04/2024

Heimsforeldrar á Íslandi orðnir 7000 talsins

Heimsforeldrar eru öflugt stuðningsnet fyrir börn um allan heim sem allir geta orðið hluti af með einföldum hætti. Sem heimsforeldrar greiðir fólk 1000 krónur eða meira á mánuði en fjöldi heimsforeldra á Íslandi er kominn yfir 7000 manns. Samtökin Heimsforeldrar vinna í samstarfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðana (UNICEF) að því að bæta líf barna í heiminum og markmiðin eru mjög svipuð þeim markmiðum sem góðir foreldrar setja sér almennt. Að sjá fyrir grunnþörfum barnanna og að veita þeim menntun og tækifæri til þess að lifa gefandi og sjálfstæðu lífi.

Það munar um hvert framlag og hægt er að vera viss um að framlagið skilar sér til barna sem þurfa á því að halda. Hægt er að gerast Heimsforeldri með því að skrá sig hér á síðu UNICEF á Íslandi eða í síma 562 62 62.