22/12/2024

Heimavinnsla mjólkurafurða með áherslu á ostagerð

Endurmenntun Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri heldur námskeið um næstu helgi á Reykhólum um heimavinnslu mjólkurafurða með ostagerð í huga, í samvinnu við samtökin Veislu að vestan. Farið nánara í einstaka þætti ostaframleiðslu og eiga þátttakendur að fá tilfinningu fyrir muninum á framleiðslu á skyri, brauðosti, gráðaosti og smurostum. Gerðar verða verklegar tilraunir með einfalda framleiðslu og fjallað um möguleikar heimaframleiðslu. Rætt ítarlega um tæki, tól og aðstöðu, sem þarf fyrir hverja ostategund og framleiðsluaðstæður og möguleika þáttakenda. Leiðbeinandi er Þórarinn Egill Sveinsson, mjólkurverkfræðingur.


Staður og stund:  Á Reykhólum,  sun 21. mars kl 10:00-17:00 (8,0 kennslustundir) – í andyri Íþróttahússins á Reykhólum.
Verð: 12.000.- kr.
Skráningar:  endurmenntun@lbhi.is  eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).

Einstaklingar á lögbýlum eiga möguleika á að sækja um styrk hjá Starfsmenntasjóði bænda (www.bondi.is).