27/02/2024

Bílvelta í Arnkötludal og við Bæ í Hrútafirði

Í yfirliti Lögreglunnar á Vestfjörðum um verkefni síðustu viku kemur fram að í henni urðu fjögur umferðaróhöpp. Þar á meðal var útafakstur á Holtavörðuheiði og bílvelta við Bæ í Hrútafirði og önnur í Arnkötludal síðasta sunnudag. Ekki urðu slys á fólki. Akstursskilyrði voru ekki góð, hálka á vegi. Fimm voru teknir fyrir of harðan akstur í umdæminu, tveir á Ísafirði og  þrír í nágrenni við Hólmavík. Tveir voru teknir fyrir grun um akstur undir áhrifum fíkniefna í Ísafjarðardjúpi og í öðru tilvikinu var lagt hald á ætluð fíkniefni.