23/12/2024

Heilmikil dagskrá á laugardag

Heilmikið er um að vera hjá Strandamönnum utan Strandasýslu á morgun laugardag. Í Reykholti stendur Kirkjukór Hólmavíkurkirkju fyrir Kaldalónstónum, ásamt borgfirskum listamönnum, Þjóðfræðistofu og Snjáfjallasetri. Í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík verður heilmikil dagskrá tileinkuð Ásu Ketilsdóttur kvæðakonu á Laugalandi við Djúp og um kvöldið verður árshátíð Félags Árneshreppsbúa haldin með pompi og prakt. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur Strandamenn nær og fjær til að þjappa sér saman og skemmta sér vel í góðum félagsskap um helgina.