16/06/2024

Heiða áfram í Idol

Heiða ÓlafsHeiða Ólafs frá Hólmavík komst áfram í 6 manna úrslit í Idol-stjörnuleit í kvöld. Hún fékk frábæra dóma hjá dómurum keppninnar, en lenti þó í hópi þeirra þriggja sem fengu fæst atkvæði í keppninni í kvöld.  Keppnin í kvöld var annars mjög jöfn og spennandi og þátttakendur stóðu sig allir ljómandi vel. Strandamærin Tinna Marína sem tók þátt í keppninni í fyrra kom einnig fram – eins og má m.a. sjá af myndunum sem teknar voru í kvöld.

 Það var Brynja Valdimarsdóttir sem féll úr keppninni að þessu sinni.

.

Heiða tekur lagið.

1

Þorvaldur himinlifandi og Heiða Ólafs fegin

.

Áfram Heiða! Strandamenn eru stoltir af þessari stelpu.

.

Tinna Marína söng líka í kvöld, en hún var okkar Strandamær í Idol á síðasta ári.