24/07/2024

Handverksmarkaður í Félagsheimilinu

Nú ættu allir að eiga auðvelt með að redda sér handgerðum jólagjöfum af Ströndum, því handverkshópurinn Strandakúnst verður með markað í félagsheimilinu á Hólmavík nú rétt fyrir jól. Markaðurinn verður staðsettur í anddyri félagsheimilisins og opnar hann kl. 13:00, föstudaginn 15. desember. Opnunartími verður síðan frá kl. 13:00-16:00 og síðasti opnunardagur föstudagurinn 22. desember. Að sögn Ásdísar Jónsdóttur, eins af forsprökkum markaðarins, er stefnt að því að hafa "ýmislegt húllumhæ" á boðstólum í bland við handverkið. Þeir sem hafa áhuga á að selja handverk geta haft samband við Ásdísi  í síma 694-3306.