22/12/2024

Handtínd bláber til sölu hjá Strandakúnst

blaber

Á handverksmarkaði Strandakúnstar í svarta kofanum við Höfðagötu á Hólmavík hafa undanfarið verið til sölu handtínd bláber úr Selárdal við Steingrímsfjörð. Berjaspretta hefur víða verið ljómandi góð á Ströndum og víða má upp um hlíðar sjá fólk á berjamó. Hvergi er maður þó sneggri að ná sér í nokkru kíló af úrvals aðalbláberjum, stórum og safaríkum, en á handverksmarkaði Strandakúnstar.