13/12/2024

Hafbjörg ST-77 á flot aftur

Hafbjörg ST-77 ásamt Magnúsi GústafssyniStrandamönnum er það væntanlega enn ferskt í minni þegar báturinn Hafbjörg ST-77 sökk 1,5 sjómílur utan við Kaldrananes aðfaranótt 17. maí í fyrra. Skipverjum var blessunarlega bjargað ofan af skeri heilum á húfi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Hafbjörgin er að verða sjóklár aftur eftir viðamiklar breytingar og viðgerðir undanfarna mánuði.

Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is lagði leið sína út á Granda í Reykjavík í dag þar sem báturinn hefur verið í endurbyggingu. Magnús Gústafsson skipstjóri og eigandi Hafbjargar var þar og fylgdist kampakátur með iðnaðarmönnum að leggja lokahönd á verkið.

Að sögn Magnúsar fer að sjá fyrir lok viðgerðarinnar og hann gerir ráð fyrir að Hafbjörg snúi aftur til Hólmavíkur um eða eftir næstu helgi og hefji svo mjög fljótlega veiðar að nýju.

Báturinn hefur allur verið tekinn í gegn og ný tæki og tól koma til með að prýða fleyið, auk þess sem báturinn hefur verið lengdur um einn metra.

Magnús Gústafsson klappar Hafbjörgu sinni.
Skipstjórinn Magnús Gústafsson klappar Hafbjörgu sinni.

Ragnar Ölver Ragnarsson rafvirki kampakátur með skrúfjárnið á lofti
Ragnar Ölver Ragnarsson rafvirki, kampakátur með skrúfjárnið á lofti.

Hafbjörg ST-77 hefur stækkað um heilan metra og bíður þess að komast heim á ný.
Hafbjörg ST-77 hefur stækkað um heilan metra og bíður þess að komast heim á ný.