22/12/2024

Hægt að panta ljósleiðaraþjónustu sunnan Hólmavíkur

Lagning ljósleiðaraheimtauga í sveitarfélaginu Strandabyggð til bæja sunnan Hólmavíkur er nú lokið. Nú er tengingum og skráningu staðanna lokið og þá eiga íbúar kost á og geta pantað sér 100 Mb/s internettengingu, heimasímaþjónustu og gagnvirka sjónvarpsþjónustu frá fjarskiptafyrirtækjunum. Í fréttatilkynningu fagnar sveitarfélagið Strandabyggð þessum áfanga og þakkar öllum sem komu að verkefninu fyrir gott samstarf. Stefnt er að því að næstu skref í lagningu ljósleiðara í dreifbýli Strandabyggðar verði núna á árinu 2018.