23/12/2024

Gýpugarnagaul á Hólmavík

Nemendum 1.-6. bekkjar Grunnskólans á Hólmavík er boðið á leiksýninguna Gýpugarnagaul í félagsheimilinu á Hólmavík, mánudaginn 12. september klukkan 9. Möguleikhúsið er á ferð um Vestfirði og sýnir Gýpugarnagaul sem fjallar um söngkonu sem ef til vill er líka álfkona, og tónlistarmann, sem kannski er tröll. Þau vita svo ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar til þeirra stormar glorhungruð furðupersóna í leit að risa með gullhár, ásamt vini sínum litla snjótittlingnum. Það má með sanni segja að hún setji rólyndislega tilveru þeirra á annan endann með hamagangi, en spurningin er hvort þeim tekst að hafa hemil á öllum gýpuganginum.