28/03/2024

Danskir dagar á Hólmavík

Nemendur sem að voru að ljúka 9. og 10. bekk Grunnskólans á Hólmavík síðasta vor fengu góða gesti í heimsókn frá vinabæ Hólmavíkur í Danmörku í upphafi skólaársins. Hingað komu fimmtán krakkar frá Danmörku og fimm fararstjórar þeirra til að taka þátt í dagskrá sem skipulögð var af skólanum, krökkunum og foreldrum þeirra. Krakkarnir hittu Danina í Skagafirði þar sem farið var í klettaklifur og flúðasiglinu. Á Hólmavík var farið í reiðtúr með Strandahestum, Galdrasýningin og Sauðfjársetrið heimsótt. Einnig var farið í siglingu og sjóstangveiði með Sundhana frá Drangsnesi um leið og Grímsey var heimsótt. 

Landsleikur á milli Danmerkur og Íslands var svo haldinn á Skeljavíkurvelli og sigraði Ísland með glæsibrag í fyrsta skipti í langan tíma. Eftir það var hamingjurík hamborgaraveisla í Félagsheimilinu þar sem krakkarnir gistu svo saman og hélt stuðið áfram langt fram eftir nóttu.

Danirnir
frettamyndir/2011/640-danir4.jpg
frettamyndir/2011/640-danir1.jpg
Ljósm. – Dagrún Ósk