04/10/2024

Guðjón Þórólfsson Íslandsmeistari í hástökki

Guðjón Þórólfsson á Hólmavík (fæddur árið 1993) sigraði glæsilega á Meistaramóti Íslands í sínum aldursflokki í hástökki um síðustu helgi. Hann stökk 1,75 metra á mótinu sem er 5 sm bæting frá deginum áður þegar hann keppti Héraðsmóti HSS í Sævangi. Guðjón hafði mikla yfirburði í keppninni, því sá sem næstur kom stökk yfir 1,56 metra.