22/12/2024

Grundarás til sölu

Byggingarfélagið Grundarás á Hólmavík er nú til sölu á grundvelli verðmats sem Lögmannsstofa Stefáns Ólafssonar ehf hefur gert. Fyrirtækið er í rekstri og verður selt sem ein heild. Eignir samanstanda af trésmíðaverkstæði og geymsluhúsnæði sem er yfir 400 fermetrar, fjölmörgum tækjum, m.a. steinsagir, kjarnaborar og almenn verkfæri. Vinnupallar og mótaefni fylgja einnig með. Nánari upplýsingar gefa núverandi eigendur, Ómar Pálsson (s: 893-1632) og Ólafur Ingimundarson (s: 862-3594). Fyrirtækið hefur starfað í mörg ár á Hólmavík og áður undir nafninu Bygging sf. frá árinu 1978.